Skip to main content
Fréttir

Könnun um viðhorf sem hinsegin fólk mætir

By 20. janúar, 2014No Comments

Miklir sigrar hafa unnist í réttindabaráttu hinseginfólks hérlendis. Það er okkar skoðun í Samtökunum ´78 að þó sé nokkuð verk enn eftir unnið. Nú þegar mörgum lagalegum og formlegum hindrunum hefur verið rutt úr vegi standa ef til vill eftir viðhorf sem enn setja hinsegin fólk skör lægra í þjóðfélaginu. Sumt hinsegin fólk hefur orðið vart við þetta, í smáum eða stórum atvikum, annað fólk hefur ekki rekist á slík viðhorf. 

Engin könnun hefur verið gerð til að athuga umfang og eðli jákvæðra og neikvæðra viðhorfa hérlendis. Því senda Samtökin ´78 nú út stutta könnun á því hvaða viðhorf hafa mætt hinseginfólki í daglegu lífi þess. 
Það er afar mikilvægt að fá sem flest svör, bæði frá þeim sem hafa frá neikvæðum atvikum að segja og hinum sem ekki hafa mætt neinum fordómum. ÖLL SVÖR SKIPTA MÁLI. Kortalagning á stöðunni gefur okkur sterkari grunn til að byggja réttindabaráttu okkar á. 
 
 
Könnunin er alveg nafnlaus, útilokað er að rekja svör til tiltekinna einstaklinga. 
Við viljum einnig biðja þig um að dreifa hlekknum á sem flesta hinsegin einstaklinga sem þú þekkir svo við fáum sem flest svör. 

Leave a Reply