Skip to main content
search
Fréttir

Kynjaböll um helgina

By 28. janúar, 2010No Comments

Lez Jungle GIRLS NIGHT OUT með Dj Dick & Dyke!

Það er loksins komið að því! Alvöru stelpuball þar sem að STEMMNINGIN er í fyrirrúmi.

Hvar: Á Batteríinu
Hvenær: 30. janúar
Þema: RAUTT
Tónlist: Dj Dick and Dyke
Miðaverð: 500 kr.
en ATH ATH: Frítt inn og frítt áfengi til kl. 23:30 (eða á meðan birgðir endast)

Góð dansböll fyrir stelpur eru ekki sjálfgefin þessa dagana. Nú er þarafleiðandi kominn tími til að rífa okkur ALLAR úr skammdeginu og krepputalinu með því að dansa fram á RAUÐA nótt!

Rautt bindi, rauður varalitur, rauður kjóll, rauð skyrta eða hreinlega bara túrbótími í ljósabekknum er eitthvað sem við væntum þess að sjá í blússandi stemmningu og alvöru danstónlist frá Dj Dick & Dyke sem þið þekkið auðvitað frá Barböru.

Taktu daginn frá! Þú veist að þú vilt ekki missa af þessu !

Mætum allar: Single ladies, pör, eldri, yngri og þið sem eruð í skápnum getið kíkt út eins og eina kvöldstund 😉

Rauðglóandi stuðkveðjur
Lez Jungle og  Dj Dick & Dyke

 

Boyz Night Out á Barböru 30. janúar. 

Á laugardaginn ætlar Barbara að bjóða öllum strákunum sínum að heimsækja sig (á meðan stelpurnar skemmta sér á Batteríinu).
Það verður tilboð á bjór, skotum og léttvíni frá 23:00 – 02:00 á 600 kr. og einfaldir og tvöfaldir verða á 2009 verðum.

Dj Nonni og Manni halda uppi linnulausu stuði fram undir morgun.

Barbara vonast til að sjá sem flesta af strákunum sínum á laugardaginn.

Leave a Reply