Skip to main content
search

Dagskrá

Föstudagur 10. mars

Kl. 17 – Aðalfundur

Aðalfundur er æðsta vald og stofnun Samtakanna ’78. Í ár fer hann fram í Iðnó. Á aðalfundi er kjörin stjórn og félagaráð, ásamt því að fara yfir fjárhag félagsins og ræða öll mál. Einnig er samþykktum (lögum) félagsins aðeins breytt á aðalfundi.

Skráning og frekari upplýsingar á vef aðalfundarins hér.

Kl. 21.00 – Apocalypstick

Við erum svo heppin að villtasta dragsýning Reykjavíkur, Apocalypstick, mun hefjast kl. 21:00 og því kjörið að lyfta sér ærlega upp eftir aðalfundinn.

Staðsetning: Gaukurinn

Almennt miðaverð: 2.500 kr.

Miðaverð fyrir félaga Samtakanna ’78: 2.000 kr.

Nánari upplýsingar hér.

Laugardagur 11. mars

Aðgengi í Iðnó

(T) Táknmálstúlkun (W) Whisper Translation in English

Kl. 12 – Hádegismatur

Iðnó býður upp á dýrindis rétti í hádeginu. Afsláttur fyrir félaga Samtakanna ’78.

Kl. 13 – Trans og heilbrigðiskerfið – Upplýsingafundur (T) (W)

Staða trans fólks í heilbrigðiskerfinu hefur verið mikið til umræðu og ljóst að víða er pottur brotinn. Á fundinum fer Ólöf Bjarki, formaður Trans Íslands, og Vilhjálmur Ósk, samskiptastjóri Samtakanna ‘78, yfir stöðuna í heilbrigðiskerfinu, hvaða úrbætur eru á leiðinni og hverjar nýjustu fréttir eru. Ekki hugsað sem umræðufundur heldur aðeins til að upplýsa um stöðuna.

Kl. 14 – Queer Community or Communities?: On inclusion politics and intersectionality in Icelandic Queer associations (T)

Artist-Activist and educational collective R.E.C Arts Reykjavík (@recartsrvk) will host a talk about the intricacies of inclusion: what is the difference between being an ally and being an accomplice? How can Queer societies in Iceland improve on including and giving a platform to the most vulnerable in our community? What needs to change deep within the systems of hierarchy? How well does Icelandic Queer media and arts represent intersecting identities (race, gender identity, disability, language, etc)?

This juicy talk will end with a Q&A/ conversation with the crowd.

The talk will be mainly in English, with Icelandic mixed in.

Kl. 15 – PrEP: Besta geðlyfið á markaðnum?

Prep er forvarnarlyf gegn HIV en fyrst þegar lyfið var tekið í notkun var áætlað að um 60 manns nýttu sér það. Sú tala hefur margfaldast. Hver er staðan núna? Hversu margir eru á prep? Hjúkrúnarfræðingur frá göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum kemur og fer yfir málin.

Kl. 16 – Hinsegin hittingur (T)(W)

Tölum saman, hittumst og höfum gaman! Hefur þú velt fyrir þér hvernig þú gætir kynnst fleira hinsegin fólki? Hvernig þú kemst inn í hið alræmda hinsegin samfélag? Eða er langt síðan þú hefur hitt hinsegin fjölskylduna og kominn tími til að rækta sinn innri kynvilling? Nú er tækifærið! 

Aðgengi í Iðnó

(T) Táknmálstúlkun (W) Whisper Translation in English

Kl. 12 – Hádegismatur

Iðnó býður upp á dýrindis rétti í hádeginu. Afsláttur fyrir félaga Samtakanna ’78.

Kl. 13 – Ofbeldi í nánum samböndum

Málstofan fjallar um ofbeldi í nánum samböndum, kenninguna um ofbeldishringinn, um ofbeldi og hvert er hægt að leita.

Kl. 15 – Kyngleði (W)

Komdu og ræktaðu með okkur kyngleðina. Hvað er kyngleði og hvað getur hjálpað okkur að upplifa hana sem oftast? Kynami vill gjarnan taka pláss í umræðunni og er fyrir mörg óumflýanlegur, þess þá heldur eiga góðar leiðir til að upplifa hina hliðina á teningnum: KYNGLEÐI. Alexander Björn Gunnarsson, ráðgjafi hjá Samtökunum ’78 og starfsmaður trans teymisins á Landspítalanum Mars M. Proppé, aktivisti og fræðari hjá Samtökunum ’78 ásamt Uglu Stefaníu, aktivista, kynjafræðing og sérfræðing í hinsegin málefnum, ræða málin. 

Kl. 13 til 16:30 – Hinsegin hittingur ungmenna

Föndur, perl, nælugerð, heitt kakó, litir og leikgleði. Við opnum hinsegin ungmenna kaffihús frá klukkan 13:00 til 16:30. Komdu við og föndraðu, spjallaðu og nældu þér í nælu.

Kl. 13 – Hinsegin gleði og áskoranir

Ugla Stefanía, annar höfunda Trans Teen Survival Guide, aktivisti, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinseginmálefnum, býður ykkur upp á skemmtilega vinnustofu þar sem könnum hinsegin gleði og hvernig við getum ekki bara lifað af heldur blómstrað sem hinsegin fólk.

Kl. 15 – Kynfræðslan sem þú fékkst aldrei

Kynfræðslur sem eru veittar í skólum uppfylla sjaldan þær þarfir sem hinsegin einstaklingar hafa. Því verður haldi kynlaus kynfræðsla þar sem aðeins verður talað um kynfæri, kynlíf og mikilvægi samskipta og samþykkis. Farið verður yfir víðan völl kynlífs og rætt um mismunandi form þess, rætt verður um mikilvægi þess að vera meðvitaður sín mörk og langanir, og opna samræðurna fyrir kynlíf um hvað skal gera. Við munum ræða um hjálpartæki, verjur, PrEP, sleipiefni, kynsjúkdóma og allt það sem áhorfendur eru forvitnir um. Fræðslan verður gagnvirk og hægt verður að senda inn nafnlausar spurningar í gegnum allan fyrirlesturinn úr símanum þínum! Fræðslan verður haldin af Sigurður Ými, hjúkrunarfræðingi sem starfar sem ráðgjafi hjá Samtökunum 78.

Kl. 15- Drag förðun með Gogo Starr

Hin eina sanna Gogo Starr fer í grunninn og listina á bak við dragförðun. Mættu með förunarvörurnar þínar og prófaðu þig áfram undir handleiðsu Gogo. Aðeins 10 pláss laus! Skráðu þig strax hér.

Kvölddagskrá

Kl. 21 – Heart Attack! Drag at Kiki

House of Heart x Kiki Queer Bar✨

We keep on being lucky because it’s time for the monthly takeover by the House of Heart! What better way to end the program? Four members of the family have come together to bring you a chaotic, glittery DRAG SHOW💖🌈

And this month we have an extra special guest!

Performers:
💗Lola Von Heart (The Matriarch)
💗Chardonnay Bublée (She’s a cool mom)
💗Milo de Mix (Funniest dad award winner)
💗Úlla la Delish (Just a baby)
and the special guest of the evening, the neighborhood loverboy💥Turner Strait💥

Get ready for a night filled with fantastic dance moves, dad-jokes, motherly advice and absolute stupidity!

👉Join us at Kiki Queer Bar, Saturday the 11th of February! The show starts at 21:00.

Tickets sold at the door

  • Tickets for members of Samtökin ’78: 2000 ISK
  • Tickets: 2500 ISK

Accessibility: Unfortunately, the venue is not accessible to wheelchairs and the stairs might be difficult for those with mobility issues. The bathrooms are gender neutral.

Sunnudagur 12. mars

Kl. 16:30 – Welcome to Chechnya – Sýning + Q&A

Bíó Paradís í samstarfi við Samtökin ´78 og fleiri standa fyrir sýningu á heimildamyndinni „Welcome to Chechnya“ þann 12. mars kl 16:30.

Myndin fjallar um sjálfboðaliða sem leggja líf sitt í hættu við að aðstoða hinsegin fólk í Tjétjéníu undan ofsóknum stjórnvalda í þessu afturhaldssama og lokaða ríki fyrrum Sovétríkjanna.
Eftir sýninguna verður boðið upp á spurt og svarað með David Isteev og Maxim Lapunov sem koma fram í myndinni. David leiðir mannréttindahóp sem kallast NC SOS Crisis group, sem aðstoðar LGBTQ fólk að flýja rússneska norðurhluta Kákasus. Maxim var fyrstur til að tala opinberlega um ofsóknir stjórnvalda gegn LGBTQ fólki í Tjétjéníu og þær pyntingar sem hann þurfti að þola. Í gegnum hans vitnisburð hefur ástandið þar um slóðir orðið þekkt um allan heim.

Ekki missa af þessum stórmerkilega viðburði um ástand mannréttindamála í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna. Frítt inn og allir velkomnir.

Vinsamlegast tryggið ykkur frímiða í gegnum hlekkinn á miðasölunni hér.

Hvað er landsþing hinsegin fólks?

Landsþing hinsegin fólks er kjörið tækifæri fyrir fólk að hittast Dagskráin er fjölbreytt og öll ættu að geta fundið eitthvað á sínu áhugasviði. Landsþingið er haldið í tilefni af aðalfundi Samtakanna ’78, en allt um aðalfundinn má finna hér.

Spurt og svarað

Mega öll mæta á landsþingið?

Að sjálfsögðu, öll eru hjartanlega velkomin að mæta á meðan húsrúm leyfir.

Kostar eitthvað inn?

Nei, allir viðburðir eru ókeypis.

Hvernig eru aðgengismál?

Allir viðburðir eru haldnir í húsnæði þar sem er fullt aðgengi fyrir hjólastóla. Allir viðburðirnir verða túlkaðir á táknmál. Nokkrir viðburðir verða í streymi en þó ekki allir. Ef þú ert með einhverjar aðgengisþarfir sem þú telur okkur þurfa að vita af ekki hika við að senda okkur línu á skrifstofa@samtokin78.is. Hér er myndband af aðkomu í Iðnó.

Er hægt að fá sér að borða í Iðnó?

Já! Kaffihús Iðnó verður opið allan daginn fyrir okkur og svo er hádegisverður á tilboði fyrir alla gesti.

Ég er 17 ára og langar á ungmennadagskránna, má það?

Ekki hika við að mæta eða hafa samband við okkur, aldurstalan hér að ofan er einungis viðmið.

Hvað eru viðburðirnir langir?

Við miðum við 45-50 mínútur og það er kaffihlé á milli allra viðburða svo fólk hafi tíma til að færa sig t.d. á milli sala. Einnig langar okkur að bjóða upp á stutt atriði í kaffihléi, en nánar um það síðar.

Verður engin kvölddagskrá á laugardeginum?

Heldur betur og er það allt í mótun. Fylgstu vel með okkur á samfélagsmiðlum og hér á vefnum.

Hver er munurinn á landsþingi og aðalfundi?

Landsþingið er yfirheiti helgarinnar en aðalfundur er haldinn á föstudeginum og hefst kl. 17. Allt um aðalfundinn hér.