Skip to main content
search
Fréttir

Leikhústilboð!

By 8. nóvember, 2012No Comments

Leikhópurinn Artik býður félagsmönnum og konum Samtakanna ´78 á sýninguna Hinn fullkomni jafningi eftir Felix Bergsson á sérstöku tilboðsverði; 2000 kr.- en fullt verð er 3000.-

Verkið, sem er einleikur, var sýnt árið 1999 og lék þá höfundurinn sjálfur í verkinu sem fjallar um fimm menn sem taka mismunandi á samkynhneigð sinni. Þeir tengjast allir innbyrðis á einn eða annan hátt en samskipti þeirra endurspegla ekki aðeins þá reynslu samkynhneigðra af ástinni, heldur fela í sér sammannlega reynslu. Ástin er góð, ástin er vond, ástin er mjúk, ástin er hörð, ástin er heit, ástin er köld, ástin er ljúf, ástin er grimm.

Ástin er peningur með tvær hliðar og spurningin er hvernig hægt er að finna hamingjuna þrátt fyrir hin mörgu og að því er virðsit ósamrýmanlegar ásjónur ástarinnar.

Leikhópurinn Artik var stofnaður fyrr í haust af tveimur nýútskrifuðum leikurum/leikstjórum, þeim Jennýju Láru Arnórsdóttur og Unnari Geir Unnarssyni. Bæði luku þau nýlega nám námi í leiklist og leikstjórn við ASAD-leiklistarskólann í London. Meðan á námi stóð áttu þau það sameiginlegt að sjá Ísland alltaf fyrir sér sem framtíðarvettanginn fyrir listsköpun sína – og þegar heim var komið, voru ermar brettar upp og byrjað að vinna. Jafninginn er fyrsta verk þeirra.

Með hlutverkin fimm í sýningunni fer Unnar Geir Unnarsson. Um hljóðmynd sér Baldvin Albertsson, sem var samtíða þeim Unnari Geir og Jennýju Láru í ASAD og tónlistin er í höndum Gríms Gunnarssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir

Hinum Fullkomni Jafningi er sýndur  alla fimmtdaga og sunnudaga út nóvember í Litla sal Norðurpólsins.

Leave a Reply