Skip to main content
Fréttir

LOKAFUNDUR EVRÓPUÁRSINS

By 11. desember, 2007No Comments

Evrópuárið 2007, Ár jafnra tækifæra, er nú á lokaspretti sínum. Fjöldi verkefna hafa verið unnin á árinu og munu verkefni á vegum Árs jafnra tækifæra teygja sig yfir til ársins 2008. Alls hefur verið unnið að 20 verkefnum sem tengjast baráttunni gegn mismunun í samfélaginu. Verkefnin hafa verið margs konar, svo sem rannsóknir, fræðsla fyrir börn og unglinga í skólum, ljósmyndasamkeppni, ráðstefnur og fræðsluefni. Þann 13. desember næstkomandi verður haldinn opinn fundur í Þjóðminjasafninu klukkan 14.00 til 17.00 þar sem fjallað verður um þau verkefni sem unnið hefur verið að á árinu, auk þess verður stuttmyndin Bræðrabylta sýnd og Hjólastólasveitin sýnir atriði.

Evrópuárið 2007, Ár jafnra tækifæra, er nú á lokaspretti sínum. Fjöldi verkefna hafa verið unnin á árinu og munu verkefni á vegum Árs jafnra tækifæra teygja sig yfir til ársins 2008. Alls hefur verið unnið að 20 verkefnum sem tengjast baráttunni gegn mismunun í samfélaginu. Verkefnin hafa verið margs konar, svo sem rannsóknir, fræðsla fyrir börn og unglinga í skólum, ljósmyndasamkeppni, ráðstefnur og fræðsluefni. Þann 13. desember næstkomandi verður haldinn opinn fundur í Þjóðminjasafninu klukkan 14.00–17.00 þar sem fjallað verður um þau verkefni sem unnið hefur verið að á árinu, auk þess verður stuttmyndin Bræðrabylta sýnd og Hjólastólasveitin sýnir atriði. Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér hvað félagasamtök og stofnanir hafa gert í tilefni Árs jafnra tækifæra. Fundarstjóri er Paola Cardenas, verkefnastjóri málefna innflytjenda hjá Rauða krossi Íslands.

Lesið dagskránna hér

 

 

Leave a Reply