Skip to main content
Fréttir

Malavískir menn fyrir rétti fyrir "ónáttúrulegt athæfi"

By 26. febrúar, 2010No Comments

Þann 26. desember 2009 voru tveir malavískir menn, þeir Steven Monjeza (26) og Tiwonge Chimbalanga (20), handteknir, að sögn fyrir að efna til hefðbundinnar trúlofunarathafnar (Chinkhoswe) í bænum Chirimba.

Þeir hafa verið ákærður fyrir ónáttúrulegt athæfi og ósiðlega hegðun milli tveggja karlmanna. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir 14 ára fangelsi yfir höfði sér og þrælkunarvinnu. Mennirnir tveir voru barðir meðan þeir voru í varðhaldi lögreglu.

Amnesty International telur báða mennina vera samviskufanga, sem haldið sé vegna þess eins að þeir teljast eiga í kynferðissambandi sín í milli og hefur hvatt malavísk stjórnvöld að sleppa báðum mönnunum úr haldi tafarlaust og án skilyrða.

Samtökin ´78 hvetja félagsmenn til þess að prenta út bréfið hér að neðan og þrýstu á stjórnvöld í Malaví að sleppa mönnunum!

 

Bréfið; http://www.amnesty.is/hvadthugetur/griptu-til-adgerda/nr/1786

 

Grein birt með leyfi Amnesty International á Íslandi

Leave a Reply