Skip to main content
Fréttir

Málþing um mannréttindi samkynhneigðra í Úganda

By 12. apríl, 2010No Comments

Elsku frábæru samkynhneigðu vinir mínir!! Á þriðjudaginn ætlar Afríka 20:20 (sem sagt ég og 2 aðrar stelpur) að standa fyrir málþingi á Cafe Cultura kl 20 um mannréttindi samkynhneigðra í Úganda – sem eru vægast sagt skelfileg. Ekki aðeins er ólöglegt að vera samkynhneigður, heldur er bannað að verja rétt samkynhneigðra og það er refsivert að tilkynna ekki um “grunaða” samkynhneigða einstaklinga.

Það væri frábært ef þið létuð þetta málþing fréttast til þeirra sem þið haldið að hafi áhuga!

– Inga Dóra

Frétt um málið birtist í DV. “And-samkynhneigðarlögin 2009 eru nú til umfjöllunar í úgandska þjóðþinginu. Samkvæmt annarri grein laganna má refsa manneskju sem sakfelld er fyrir mök við einstakling af sama kyni með lífstíðarfangelsisdómi. En ef viðkomandi manneskja er að auki HIV- smituð er refsingin, samkvæmt yfirskriftinni „refsiverð samkynhneigð“, líflát.

Þrátt fyrir að lögin hafi ekki opinberlega fengið stuðning ríkisstjórnar Úganda hefur hún leyft að farið sé eftir þeim og sagt er að sumir embættismenn ausi lögin lofi.

Í lögunum er mælst til þess að sá, sem hefur grun um að samkynhneigð þrífist einhvers staðar en lætur undir höfuð leggjast að tilkynna um það til yfirvalda, innan sólarhrings, fái þriggja ára fangelsisdóm. 
Hver sá sem reynir að verja  rétt homma og lesbía getur átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisvist.”

Leave a Reply