Skip to main content
Fréttir

Miðar á Galakvöldverðinn

By 30. september, 2010No Comments

Miðarnir eru komnir í hús og verða seldir á skrifstofunni á auglýstum tíma hér fyrir neðan.

Laugardaginn 9.október halda Samtökin 78 Galaball til fjáröflunar fyrir félagið. 

Kvöldverðurinn og Ballið verður haldið í Iðnó 

 

Í boði verður 3ja rétta málsverður og skemmtiatriði undir borðhaldi.

Kynnir og skemmtanastjóri kvöldsins verður Tino the Tangolover

Fram koma hinar glæsilegu Búrdívur með söng- og dansnúmer úr Söngleiknum La Cage aux Folles

Mummi og Kevin taka stuttan dans

Viggó og Víoletta taka lagið af sinni alkunnu snilld

Daði Sverrisson leikur ljúfa tóna undir borðhaldi 

Eftir mat sláum við svo upp dansleik og verður DJ Shy Guy þeytandi hinsegin skífum

allt kvöldið. Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þetta kvöld

 Miðaverð er kr 9.900

7.900 krónur fyrir félagsmenn 

Þeir sem ætla bara á ballið borga 1000 krónur inn og sýna skírteinið sitt aðrir borga 1500 krónur 

ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL SAMTAKANNA ´78

 

 Skrifstofa samtakanna er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 13:00 – 17:00. Regnbogasalurinn er í viðgerð svo að ekki er opið á kvöldin, en allir eru velkomnir að kíkja á framkvæmdir á opnunartíma skrifstofu. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefnum okkar, www.samtokin78.is

 

Leave a Reply