Skip to main content
FræðslustarfFréttir

Mikil ánægja með fræðslu í Hafnarfirði

By 19. ágúst, 2016desember 11th, 2021No Comments

Við erum glöð að segja frá því að í vikunni hófst fræðsla okkar fyrir alla kennara í Hafnarfjarðarbæ. Hún fer fram samkvæmt samningi okkar við bæinn sem vakti nokkra athygli á síðasta ári. Kennararnir munu fá 3×2 tíma vinnustofu og nú í vikunni voru haldnar fjórar slíkar vinnustofur. Það er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fræðslustýra Samtakanna ´78 sem sér um fræðsluna fyrir okkar hönd. Að lokinni hverri vinnustofu eru kennararnir beðnir um að meta nafnlaust hversu gagnleg þeim þótti fræðslan. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja er meðal kennara og yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur fræðsluna mjög gagnlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þá höfðu kennararnir einnig þetta að segja um fræðsluna í nafnlausum athugasemdum:

Flott fræðsla á mannamáli. Takk fyrir mig.

Gott að fá umræðuna.

Gott framtak sem vekur mann til umhugsunar.

Frábært að fá fræðsluna og full þörf á að opna umræðu.

Frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ. Nauðsynleg fræðsla fyrir kennara og starfsmenn skóla.

 

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Leave a Reply