Skip to main content
Fréttir

Minningarathöfn um Rasmus Rasmussen

By 13. október, 2012No Comments


Minningarathöfn verður haldin sunnudaginn 14. október, til minningar um færeyska gítarleikarann og þungarokkarann Rasmus Rasmussen sem lést nýverið, langt fyrir aldur fram. Rasmus hafði undanfarin ár tekist á við afleiðingar fólskulegrar árásar, sem hann varð fyrir árið 2006, en tókst aldrei að jafna sig að fullu eftir hana. Árásin og ofsóknir í kjölfar hennar tengdust samkynhneigð Rasmusar og með þessari athöfn vilja aðstandendur hennar vekja athygli á þeim fordómum og hatursglæpum sem hinsegin fólk verður fyrir í heiminum. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan ráðist var á transmann á bar í Reykjavík fyrir það eitt að vera trans og því ljóst að fordómarnir og hatrið leynast víða – líka í okkar annars umburðarlynda samfélagi.
Athöfnin hefst kl. 19:00 með kertafleytingu á Tjörninni, við Iðnó. Að henni lokinni tekur við samverustund í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem Hörður Torfa, Jens Guð ásamt fleirum munu koma fram.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Leave a Reply