Skip to main content
Fréttir

Minningardagur trans fólks

By 19. nóvember, 2013No Comments

English below

20. nóvember ár hvert er haldinn Minningardagur
trans* fólks víðsvegar um heiminn. Hann er haldinn til að minnast þeirra sem hafa verið myrtir, orðið fyrir fordómum og/eða annarskonar ofbeldi vegna kynvitundar sinnar. 

Þrátt fyrir lög um réttarstöðu trans fólks árið 2012 er enn langt í land á Íslandi. Margt trans* fólk fellur fyrir utan lögin, fordómar eru útbreiddir og opinber umræða oft á tíðum niðrandi. Trans Ísland hvetur alla til að taka þátt í þessum alþjóðalega degi og standa saman og berjast fyrir bættu samfélagi. Við bjóðum öllum þeim sem áhuga hafa að koma og taka þátt í þessum degi með okkur.

Húsið opnar 19:30 og formleg dagskrá byrjar stundvíslega kl. 20:00 og endar kl. 21:00.

20:00 – Opnun formlegrar dagskrár
– Ávarp frá Jóni Gnarr borgarstjóra.
– Ávarp frá Uglu Stefaníu, formanni Trans Íslands.
– Línus Orri flytur nokkur lög.
– Anna Kristjánsdóttir, Ómel og Örn Danival segja trans sögur. 
– Kerti tendruð. Minningarstund.
21:00 – Formlegri dagskrá lokið og boðið í kaffi í húsakynnum Samtakanna ’78 (Laugavegur 3, við röltum saman)

Viðburðurinn fer fram í Fríkirkjunni að Fríkirkjuvegi 5.

Hægt er að lesa meira um daginn hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Transgender_day_of_remembrance.

Athugið að ‘trans*’ er notað til að ná yfir allt trans litrófið, t.d. þau sem falla innan tvíhyggju kynjarammans og þau sem falla fyrir utan.

On the 20th of November each year the Transgender Day of Remembrance is held to commemorate victims of transphobia. 

Even though Iceland passed a law last year about the situation of trans people, the country still has a long way to go. Many trans* people fall outside the scope of the law, discrimination is widespread and the public discourse about trans* people is often hateful and degrading. Trans Iceland encourages everyone to participate in this international day of remembrance, to stand together and fight for a better society. We welcome you to join us for this years Transgender Day of Remembrance. 

Doors open at 7:30pm, events start at 8pm and finish at 9pm.

8:00pm – Formal welcome
– Speech from Reykjavík mayor Jón Gnarr
– Speech from Ugla Stefanía, chair of Trans Iceland 
– Línus Orri will play a few songs
– Anna Kristjánsdóttir, Ómel and Örn Danival will share their trans* stories
– Lighting of candles
9:00 Formal events end and Trans Iceland invites everyone for coffee and cake atSamtökin ’78 (Laugavegur 3, we will walk there together)

This event will take place in Fríkirkjan (church) at Fríkirkjuvegur 5. 

For more information about this day: http://en.wikipedia.org/wiki/Transgender_day_of_remembrance.

Please note that ‘trans*’ is used cover the whole trans umbrella (transgender) and does not only mean transsexual.

Leave a Reply