Skip to main content
Fréttir

Minningarguðsþjónusta

By 13. maí, 2009No Comments

 

Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi verður haldin sunnudaginn 24. maí næstkomandi. Kveikt verður á kertum til að minnast þeirra er látist hafa, einu kerti fyrir hvern einstakling sem við minnumst. Að vanda fer athöfnin fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Þess má geta að minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir hún á ensku Candlelight Memorial Day.

Bryndís Valbjarnardóttir, guðfræðingur leiðir guðsþjónustuna.

Formaður HIV-Ísland, Gunnlaugur I. Grétarsson, flytur ávarp.

Predikun flytur verndari félagsins, Ilmur Kristjánsdóttir, leikona og guðfræðinemi.

Tónlist: Söngdívan Margrét Pálmadóttir mætir með stóran hóp söngfugla, frá Stúlknakór Reykjavíkur, Vox Feminae og Gospelsystra Reykjavíkur, þær munu gleðja gesti með nærveru sinni og leiða söng. Boðið verður upp á veitingar í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar að lokinni messu.

Mætum vel og stundvíslega!

F.h. HIV–Ísland
alnæmissamtakanna á Íslandi

Einar Þór Jónsson
framkvæmdastjóri

 

Leave a Reply