Skip to main content
search
Fréttir

Mótmæli við Sendiráð Rússlands

By 30. ágúst, 2013No Comments

Herra Pútín: Hingað og ekki lengra! Samtökin ´78 boða til mótmæla við sendiráð Rússlands á Íslandi. English below!

Í næstu viku munu valdamiklir leiðtogar ríkja heims hitta Pútín, forseta Rússlands á fundi G20 í St. Pétursborg. Alþjóðamannréttindasamtökin All Out boða til alþjóðlegrar mótmælabylgju þann 3. september til að setja þrýsting á leiðtogana um að krefjast þess að Pútín láti afnema löggjöf gegn samkynhneigð og stöðvi ofsóknir gegn hinsegin fólki í Rússlandi.

Það verður mótmælt um allan heim þennan dag og Íslendingar munu ekki láta sitt eftir liggja. Klæðumst rauðu, lit ástarinnar, ef við höfum tök á. Annars er fínt að mæta með regnbogafestina eða -fánann en allra mestu skiptir að mæta með sjálf okkur. Munum: Ástin sigrar alltaf! Mæting við Rússneska Sendiráðið á horni Garðastrætis og Túngötu 3. september kl: 17. 


A message from All Out: Soon world leaders will meet President Putin in St Petersburg, Russia. It’s a massive opportunity for us to build the pressure. If we gather in our thousands just before the meeting, on Tuesday 3 Sept, we can push world leaders to ask President Putin to repeal the anti-gay law, face-to-face.

Of course the masses will gather in front of the Russian Embassy in Iceland, to send a massive message of love that always wins, and to say THAT´S IT MR. PUTIN.

All Out encourages demonstrators to wear red, the colour of love, if possible. You can also use the rainbow colours, but the most important thing is simply to show up. Date: 3rd of September Time: 17:00 Place: Russian Embassy in Iceland, on the corner of Garðastræti and Túngata. 

Leave a Reply