Skip to main content
search
Fréttir

Mundu eftir mér!

By 22. maí, 2012No Comments

Nú er hátíðin sem við elskum öll gengin í garð; Eurovision 2012 !

Keppnin, sem í senn er vorboðinn ljúfi og litlu jólin, hefst í kvöld með fyrri undanriðli Eurovision. Það má því segja að Þorláksmessa sé runnin upp. Því ber að fagna. Eins og alþjóð veit, þá mun framlag okkar Íslendinga stíga á stokk í kvöld í Baku. Við hjá Samtökunum ´78 látum svo sannarlega ekki okkar eftir liggja þegar kemur að gleðskap og blásum til allsherjar Euroveislu í Regnbogasal Samtakanna ´78.

Dagskráin þessa Eurovision-viku verður sem hér segir:

Þriðjudagur: Húsið opnar 18:30, keppnin hefst á slaginu 19, opið fyrir alla! Komið með vini og ættingja, blöðrur og fána! Eurovision-stigaleikur í gangi! ÁFRAM JÓNSI OG GRÉTA SALÓME!

Fimmtudagur: Seinni undanriðill; Húsið opnar 18:30, keppnin hefst 19:00. Tóm gleði í boði og spennandi að sjá hverjir komast áfram í lokakeppnina. 

Laugardagur: KMK-STELPU-EUROVISION! KMK konur ætla að vera bústýrur í Regnbogasalnum og sjá um að gleðin verði við völd. Húsið opnar 18:30, keppnin hefst á slaginu 19:00. Allar hressar Eurovisionskvísur velkomnar! 

Frábær gleði framundan, ekki láta hana framhjá þér fara 

 

Leave a Reply