Skip to main content
search
Fréttir

Neyðarkall frá Rauða Krossinum

By 10. nóvember, 2011No Comments

Samtökunum ´78 barst eftirfarandi bón frá Rauða Krossinum:

 

Við hjá Rauða krossinum erum að styðja við tæplega fertugan mann frá Afríkuríki sem nýverði fékk stöðu flóttamanns hér á landi.

Í samráði við hann ákváðum við að leita til Samtakanna 78 varðandi stuðning fyrir hann. Stuðningurinn sem við erum að hugsa um varðar nokkra þætti.

Við þurfum m.a. að aðstoða hann við að finna húsnæði svo okkur langar að kanna hvort þið gætuð kannað meðal ykkar fólks hvort einhver hefur íbúð í Reykjavík sem hægt væri að fá leigða. Við erum að leita af lítilli íbúð sem ekki er of dýr og leigusamningur verður að vera löglegur svo hægt sé að sækja um húsaleigubætur.

Þegar húsnæðið er komið þarf að aðstoða hann með innbú. Það er spurning hvort þið gætuð biðlað til ykkar félagsmanna um að kíkja í geymslurnar sínar og kanna hvort það eru góðir hlutir sem bíða eftir nýjum eiganda. Í raun erum við að leita að öllu sem þarf í innbú.

Við viljum líka kanna hvort einhver hefði áhuga á að gerast stuðningsaðili fyrir hann. Við hjá Rauða krossinum reynum að útvega stuðningsfjölskyldur (má líka vera einstaklingur) fyrir alla þá sem fá stöðu flóttamanns hér. Fólk sem tekur þátt í svona verkefnum er yfirleitt að binda sig í eitt ár. Stuðningurinn er oftast mestur til að byrja með en svo dregur jafnt og þétt úr honum eftir því sem flóttamaðurinn kemst betur inní samfélagið og nær sterkari fótfestu í nýju landi.

Hægt er að setja sig í beint samband við Áshildi Linnet hjá Hafnafjarðardeild Rauða Kross Íslands í síma 565-1222

Leave a Reply