Skip to main content
search
Fréttir

Norðurlandsdeild FAS – Stofnfundur

By 10. nóvember, 2004No Comments

Tilkynningar Stofnfundur Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra verður formlega stofnuð á fundi fimmtudaginn 11. nóvember á Sigurhæðum, í húsi Matthíasar skálds Jochumssonar á Akureyri. Fundurinn hefst klukkan 8 en fundarboðendur verða til viðtals hálftíma fyrir fund.

Auk stofnfundardagskrár með lagasetningu og stjórnarkjöri verður á fundinum fjallað um Skýrslu um réttarstöðu samkynhneigðra sem kom út í september síðastliðnum.

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra á Norðurlandi hittust einu sinni í mánuði hverjum síðasta vetur. Í ljósi þess starfs þykir rétt að stofna formlega Norðurlandsdeild foreldrasamtakanna og tengjast þannig starfi FAS, foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á höfuðborgarsvæðinu.

Fundir í Norðurlandsdeild FAS verða í vetur á Sigurhæðum annan fimmtudag í hverjum mánuði. Fundirnir hefjast klukkan 20, en hús verður opið og einhver úr stjórninni til spjalls frá klukkan 19.30.

Allir foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Norðurlandi eru hvattir til að taka þátt í þessu starfi. Samkynhneigðum og tvíkynhneigðum er jafnframt bent á að hvetja sína nánustu til þess að taka þátt í starfinu sem er fræðslu- og uppbyggingarstarf í allra þágu.

Leave a Reply