Skip to main content
search
Fréttir

Ný fræðslustýra

By 29. september, 2016nóvember 25th, 2021No Comments

Ugla Stefanía sem ráðin var fræðslustýra síðastliðið sumar hefur sagt upp störfum vegna breyttra persónulegra aðstæðna. Um leið og við þökkum Uglu kærlega fyrir störf hennar í þágu félagsins viljum við bjóða Sólveigu Rós velkomna. Sólveig Rós mun taka við af Uglu þann 1. október næstkomandi en ráðning hennar fór fram í samvinnu við þá mannauðsráðgjafa sem stýrðu ráðningaferlinu síðastliði sumar.
Sólveig Rós leggur stund á kynjafræði við Háskóla Íslands en fyrir hefur hún M.A. í stjórnmálafræði. Hún hefur verið virkur jafningjafræðari síðan 2013, einn umsjónaraðila Ungliðahreyfingar Samtakanna, situr í trúnaðarráði og er áheyrnarfulltrúi þess í stjórn. Í fyrra vann hún hjá ILGA-Europe meðal annars við að skipuleggja ársþing hinsegin félaga í Evrópu.

Leave a Reply