Skip to main content

Aðalfundur Samtakanna ’78 fór fram á föstudaginn 10 mars. Hátt í sextíu manns mættu á fundinn. Fyrir fundinum lágu þó nokkur mál og ný stjórn var kjörin.

Kosið var í embætti formanns og stjórnar, sem og félagaráð.

Álfur Birkir Bjarnason var endurkjörinn formaður. Í stjórn voru kjörin: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Kristmundur Pétursson og Jóhannes Þór Skúlason. Áður í stjórn sitja Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir. Stjórn mun skipta með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sínum.

Nýtt félagaráð skipa: Alex Diljar Birkisbur Hellsing, Björgvin Ægir Elisson, Erlingur Sigvaldason, Guðrún Úlfarsdóttir, Hrönn Svansdóttir, Móberg Ordal og Ragnar Pálsson

Samtökin ’78 þakka öllu starfsfólki fundarins fyrir vel heppnaðan aðalfund.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn, fundargerð og fleira verður aðgengilegt á vef Samtakanna ’78 innan skamms.

 

Frá vinstri: Jóhannes Þór Skúlason, Vera Illugadóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Þórhildur Elínardóttir, Álfur Birkir Bjarnason, Mars M. Proppé og Kristmundur Pétursson.