Skip to main content
search
Fréttir

Ný stjórn Ungliðahreyfingar Samtakanna '78

By 19. janúar, 2014No Comments

Ný stjórn Ungliðahreyfingar Samtakanna ’78 var kjörin á ungliðafundi nú í kvöld.

Nýja stjórn skipa Agni Freyr Arnarson Kuzminov, Gunnar Ljónshjarta Gíslason, Hulda Marín Kristinsdóttir og Jón Ágúst Þórunnarson.

Stjórn Ungliðanna sér um að skipuleggja ungliðakvöld og utanumhald Ungliðahreyfingarinnar. Þeim til halds og traust eru Sigurður Júlíus Guðmundsson, stjórnarmaður Samtakanna ’78 og Ugla Stefanía Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78.

Ungliðahreyfingin hittist vikulega í Regnbogasal Samtakanna ’78 kl. 19:30 á sunnudagskvöldum og er öllum 20 ára og yngri velkomið að mæta. Hægt er að fylgjast með dagskrá Ungliðanna á Facebook síðu Ungliðanna.

Leave a Reply