Skip to main content
FræðslustarfFréttirHagsmunabaráttaRáðgjafarþjónusta

Nýr samningur við Reykjavíkurborg

By 24. janúar, 2018maí 27th, 2020No Comments

Samtökin '78 og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu gert með sér nýja fræðslu- og þjónustusamninga.

Í fræðslusamningi er kveðið á um að Samtökin '78 sinni áframhaldandi hinsegin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar en um hinseginfræðsluna var samið árið 2014 og því er um framhald á sömu fræðslu að ræða. Að þessu sinni er einnig samið um sérstaka hinseginfræðslu til starfsfólks leikskóla höfuðborgarinnar. Aukinheldur er samið um að Samtökin sinni jafningjafræðslu til nemenda grunnskóla borgarinnar líkt og áður.

Þessi fræðslusamningur bætir heldur í og í fyrsta skipti er búið að tryggja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna, sem er samstarfsverkefni Samtakanna '78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, nægt rekstrarfé til að vera rekin út árið 2020. Þetta er í fyrsta skipti sem samið er sérstaklega um hinsegin félagsmiðstöðina.

Meðfram fræðslusamningnum var undirritaður þjónustusamningur en í honum er tryggt að íbúa Reykjavíkurborgar geti leitað sé ráðgjafar hjá Samtökunum sér að kostnaðarlausu, að stuðningshópar séu starfræktir fyrir unglinga og börn og að lokum að Samtökin '78 geti sinnt daglegum rekstri sínum.

Þessir samningar marka tímamót því með þessum samningi leggur Reykjavíkurborg meira til reksturs Samtakanna '78 heldur en nokkur annar og er því stærsti þjónustukaupi Samtakanna '78 og fer fram úr ríkissjóði Íslands. 

Samtökin '78 vilja þakka Reykjavíkurborg innilega fyrir samstarfið á liðnum árum með von um að næstu ár verði enn farsælli.

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

 

Leave a Reply