Skip to main content
Fréttir

Opið hús – listamannaspjall

By 25. október, 2015No Comments

Alla fimmtudaga er opið hús að Suðurgötu 3 frá kl. 20-23. Öll mjög velkomin, alltaf heitt á könnunni! Næsta fimmtudag, 29. október, verður listamannaspjall og leiðsögn um sýninguna HINSÝN sem er í Gallerí ´78 um þessar mundir. Hún er samsýning 14 hinsegin listamanna. Sýningingunni HINSÝN er ætlað að varpa ljósi á myndlist hinsegin fólks á Íslandi árið 2015. Hérlendis starfar stór hópur listamanna sem passar undir hinsegin regnhlífina. Nokkrir listamannanna hafa mikla reynslu af sýningahaldi á meðan aðrir hafa láið lítið fyrir sér fara. Við undirbúng sýningarinnar var lögð mikil áhersla á að efna til samræðu milli milli reyndra og óreyndra listamanna og að skapa öruggt rými og hvetjandi andrúmsloft til að gera listamennina sýnilega með röð sýninga sem teygja sig inn í framtíðina.

Á listamannaspjallinu og leiðsögninni þann 29 október næstkomandi segja listamennirnir frá sjálfum sér og verkum sínum auk þess sem fjallað verður um list hinsegin listamanna í víðu samhengi.

Forsíðumyndin hér að ofan er eftir einn af listamönnum HINSÝNAR, Öldu Villiljós.

Leave a Reply