Skip to main content
Fréttir

Opinn fræðslufundur hjá FAS: – Er kynhneigðin áunnin eða meðfædd gjöf lífsins?

By 24. október, 2005No Comments

Tilkynningar 26. október: Opinn fræðslufundur, kl. 20:00.
Haldinn í fundarsal Þjóðarbókhlöðu – Háskólasafni (2. hæð)

Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur flytur erindi:

Er kynhneigðin áunnin eða meðfædd gjöf lífsins?

Sigrún mun fjalla um vísindalegar skýringar þróunarsálfræðinnar
og annarra fræða á kynhneigð manna; tíðarandann og breytt viðhorf
til samkynhneigðar og tvíkynhneigðar.

———————————–

Aðrir fundir hjá FAS haustið 2005:

9. nóvember: Stuðninsfundur, kl. 20:30.
Haldinn í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4. hæð.

23. nóvember: Opinn fræðslufundur, kl. 20:00.
Haldinn í Þjóðarbókhlöðu – Háskólasafni. Sigríður Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur kynnir rannsókn sem hún gerði við Háskólann
á Akureyri 2004. Erindið kallar hún:

Líðan foreldra samkynhneigðra: Af hverju er ekki hægt að viðurkenna barnið mitt?

10. desember: Samverustund á aðventu, kl. 16:00.
Haldinn í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Aðilar og félög
sem starfa að málefnum tvíkynhneigðra og samkynhneigðra kynna starf sitt.

-stjórn FAS

Leave a Reply