Skip to main content
search
Fréttir

Opinn fundur um hinsegin ættleiðingar

By 16. janúar, 2014No Comments

Samtökin ´78 bjóða til opins fundar um málefni ættleiðinga hinsegin fólks á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Regnbogasal Samtakanna ´78 þriðjudaginn 21. janúar 2014 kl: 20:30.
Undanfarið ár hefur starfshópur á vegum S´78 unnið í því að skoða leiðir og lönd sem gætu verið fýsilegur kostur fyrir hinsegin fólk, sem og aðra. Unnið hefur verið með Íslenskri Ættleiðingu.

Á fundinum munu fulltrúar vinnuhópsins koma og skýra ferlið hingað til sem og deila upplýsingum um málefnið. Fundurinn mun taka um klukkustund, en fulltrúarnir munu svara fyrirspurnum eftir bestu getu sem og deila sinni sýn á málefnið.

Leave a Reply