Skip to main content
search
Fréttir

Opinn kynningarfundur

Laugardaginn 7.maí næstkomandi standa Samtökin ’78 fyrir opnum kynningarfundi þar sem tveir félagar okkar kynna fyrir okkur ólík málefni.

Klukkan 13 mætir til okkar Svandís Anna Sigurðardóttir og kynnir meistararitgerð sína “Kynjaflækja hinsegin mæðra. Að afbyggja kynjakerfið og gagnkynhneigt forræði frá jaðrinum.”  Sjá nánar http://skemman.is/handle/1946/7223 

Þegar Svandís hefur lokið sínu, mætir til okkar Hilmar Magnússon sem kalla má alþjóðlegan sendiboða S’78 en hann fór fyrir nokkrum vikum á ráðstefnu í Brussel þar sem rædd var samræmd aðgerðaáætlun Evrópu í málefnum hinsegin fólks. Hilmar mun á fundinum kynna ferð sína, um hvað var rætt á ráðstefnunni og þar gefst okkur tækifæri til þess að ræða hvaða stefnu samtökin okkar geta/ættu að marka sér í alþjóðamálum. 

Við gerum ráð fyrir að fundurinn standi í 1.5-2 klukkustundir og hvetjum við að sjálfsögðu alla til þess að mæta og eiga með okkur líflegar umræður.  

Leave a Reply