Skip to main content
search
FréttirTilkynning

Opinn samtalsfundur

By 2. júní, 2016desember 11th, 2021No Comments

Þann 18. maí síðastliðinn barst stjórn Samtakanna ‘78 tilkynning, lögfræðiálit og áskorun um afsögn og boðun nýs aðalfundar frá Velunnurum Samtakanna ‘78. Stjórnin hefur nú boðið öllum þeim er undirrituðu þá áskorun til samtalsfundar um stöðu Samtakanna ’78 mánudagskvöldið 13. júní kl. 20 (staðsetning tilkynnt síðar). Á fundinum mun stjórn gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu og leita eftir samtali við nú- og fyrrverandi félaga um framhaldið. Fundurinn er öllum opinn er láta sig framtíð félagsins varða.

Mælst er til þess að áhugasamir boði komu sína með því að fylla út þessa örstuttu könnun. Þar er einnig boðið upp á að skrifa orðsendingu til stjórnar. Svör við könnuninni eru ekki bundin við nafn eða netfang. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á fundinn til að mæta á hann. Skráningin er aðeins til þess fallin að stjórn geti áttað sig á væntanlegum fjölda og gert ráðstafanir varðandi aðstöðu í samræmi við hann.

Vonumst til að sjá sem flest,

Stjórn Samtakanna ´78

Leave a Reply