Skip to main content
FréttirTilkynning

Orðsending frá stjórn Samtakanna ’78 vegna fyrrverandi formanns félagaráðs

By 25. nóvember, 2022nóvember 29th, 2022No Comments
Stjórn Samtakanna ’78 bárust í vikunni ábendingar vegna ásakana um kynferðisofbeldi í garð barna af hálfu fyrrverandi formanns félagaráðs. Aðgerðaráætlun Samtakanna ’78 vegna ofbeldis var virkjuð um leið og málið barst og er því í faglegu ferli innan Samtakanna ’78 og hefur einnig verið tilkynnt til viðeigandi yfirvalda.
Viðkomandi sjálfboðaliði er ekki lengur á sjálfboðaliðaskrá.
Þá er rétt að árétta að viðkomandi hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan Samtakanna ’78 auk þess sem sjálfboðaliðar Samtakanna ’78 eru aldrei einir á vettvangi sem er liður í því að tryggja öryggi bæði gesta og sjálfboðaliðanna sjálfra.
Samtökin ’78 munu ávallt standa með þolendum kynferðisofbeldis og svona mál eru litin alvarlegum augum.
Innan Samtakanna ’78 er boðið upp á fjölbreytilega og faglega ráðgjöf til hinsegin fólks eða vegna mála sem snertir þau og slík ráðgjöf stendur þolendum þessa máls til boða að kostnaðarlausu, líkt og öðrum.
Við ítrekum að viðkomandi sjálfboðaliði er ekki lengur á vettvangi Samtakanna ’78 og hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum á okkar vegum.
Stjórn Samtakanna ‘78