Skip to main content
Fréttir

Pub Quiz í Regnbogasal Samtakanna ´78

By 28. janúar, 2010No Comments

Fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar verður haldið pub quiz (spurningakeppni) í Regnbogasal Samtakanna ´78. Keppt er í tveggja manna liðum. Stakir þátttakendur eru hvattir til þess að mæta og verða þeir þá paraðir við aðra staka keppendur. Vegleg verðlaun verða í boði auk þess sem rétt svör við bónuspurningu gefa sérstakan glaðning. Spyrill 4. febrúar verður Haukur Árni Hjartarson. Sérstakt þema kvöldsins verður sjónvarpsþættir og kvikmyndir. Húsið opnar kl. 20 en spurningakeppnin hefst stundvíslega kl. 21.

Leave a Reply