Skip to main content
search
Fréttir

„Öfugmæli“ – Hinsegin þáttur á dagskrá í sumar á iSTV!

By 17. júlí, 2014No Comments

Í kvöld kl. 21:00 hefjast útsendingar á nýjum hinsegin sjónvarpsþætti sem hlotið hefur nafnið Öfugmæli. Þátturinn verður sýndur á nýrri sjónvarpsstöð sem heitir isTV og hefjast útsendingar á henni einnig í kvöld (rás 7 hjá Símanum og rás 24 hjá Vodafone).

Í þættinum er rætt við hinsegin fólk um fjölmörg málefni sem snerta hinsegin samfélagið. Í hverjum þætti er svo tekið fyrir ákveðið málefni eins og menningu, pólitík, sögu, markaðssetningu o.fl. Stjórnendur þáttarins eru Sigurður Júlíus Guðmundsson og Atli Þór Fanndal.

Hægt er að sjá kynningarstikluna hér.

Ætlum við ekki öll að horfa?

Leave a Reply