Skip to main content
Fréttir

Reykjavík Pride nálgast!

By 14. júlí, 2014No Comments

Hinsegin dagar eru handan við hornið og Samtökin 78 eru farin að huga að þátttöku í Gleðigöngunni.
Þetta árið vilja Samtökin vekja athygli á því hatri sem enn viðgengst í garð hinsegin fólks, einkum og sér í lagi á netinu.
Undanfarna mánuði hefur mikið borið á röddum fólks sem telur réttindabaráttu hinsegin fólks formlega lokið og að lítil þörf sé á samtökum eða réttindabaráttu til handa hinsegin fólki því við höfum það öll svo gott á góða Íslandi. Orðum eins og frekjusamkynhneigð og skoðanakúgun hefur verið veifað og spurt hvort ekki sé komin nóg.
Við teljum svo sannarlega ekki komið nóg og viljum draga fram í dagsljósið þær athugasemdir sem beinast gegn hinsegin fólki á opinberum vettvangi, ekki síst í athugasemdakerfi fréttamiðla.
Hugmyndin er að safna saman hatursfullum ummælum sem beinast gegn hinsegin fólki og ganga í göngunni með skilti þar sem ummælin “fá að njóta sín”. Skiltin munu hafa sama útlit og athugasemdaþræðir sem við þekkjum frá fréttamiðlum en ekki er ætlunin að sýna nöfn eða myndir þeirra sem birta ummælin, heldur verða myndir og nöfn “blörruð”.

Þeir sem taka vilja þátt í göngunni og/eða undirbúningi atriðisins eru beðin um að ganga í hópinn “Samtökin 78 í Gleðigöngunni 2014 – Samtökin 78 in the Pride parade 2014” á Facebook eða senda póst á skrifstofa@samtokin78.is

Gleðigangan fer fram þann 9. ágúst og við viljum endilega sjá ykkur öll þar en hjálp við undirbúning er líka vel þegin þó þið komist ekki í sjálfa gönguna eða eruð í öðru atriði þennan dag.
Knús og ást
Samtökin
——-
With Reykjavík Pride around the corner Samtökin 78 have started to prepare for participating in the Pride parade.
This year we want to focus on the hate that is directed against LGBTQI people in the comment sections in icelandic media.
Lately we have been hearing from lots of people who thing LGBTQI people in Iceland don’t face discrimination any more and with equal rights in our pockets it is now time to relax and stop complaining.
We want to point out that there is still a need for groups like Samtökin and that LGBTQI people are still facing discrimination and hate. Therefore we want to walk in the Pride parade with statements and comments from the comment sections from Icelandic media pages. Our signs will look similar to those comment sections but it is not our intention to show the name or photo of those who post hate. We will blur all names and photos before making the signs.

Those who want to participate in the parade and/or the preparation are asked to join the group “Samtökin 78 í Gleðigöngunni 2014 – Samtökin 78 in the Pride parade 2014” on Facebook or send an email to office@samtokin78.is

The Pride parade will take place on the 9th of August and we would love to see you all there but if you can not make it to the parade itself we would also be happy to have some preparation help from those who can.
Hugs
Samtökin

Leave a Reply