Skip to main content
search
Fréttir

Sænskir læknar í heimsókn

By 16. janúar, 2012No Comments

Næstkomandi fimmtudag verður haldin læknaráðstefna í Hörpunni.
Meðal þáttakenda í ráðstefnunni eru hópur sænskra lækna en eins og sumum er kunnugt, hafa sænskir læknar gert aðgerðirnar á transfólki á íslandi.

Nokkrir þessara lækna hafa boðist til halda kynningu varðandi læknisaðstoð við transfólk og að sitja fyrir svörum í Regnbogasal Samtakanna ’78 á miðvikudagskvöld 18. janúar 2012,  kl. 20.30

Þetta eru læknarnir Cecilia Dhejne geðlæknir og Stefan Arver innkirtlasérfræðingur en þau starfa bæði í hópum sem aðstoða transfólk. Aðgangur er öllum heimill.

Leave a Reply