Skip to main content
Fréttir

Samkynhneigðir kennarar

By 17. júlí, 2005No Comments

Í niðurstöðum rannsóknar minnar á líðan samkynhneigðra kennara í starfi kemur fram að viðmælendur eru allir sammála um að sýnileikinn sé afar mikilvægur og ekki síst í kennarastarfinu þar sem kennarinn sem fyrirmynd er mikilvægur þáttur starfsins. Þegar talað er um sýnileika er átt við að viðkomandi svari spurningum nemenda sinna af hreinskilni, láti ekki níðyrði um samkynhneigða yfir sig ganga, taki á neikvæðri umræðu um samkynhneigð á vettvangi og haldi jákvæðum viðhorfum í þeirra garð á lofti þegar við á.

Enginn viðmælendanna hafði treyst sér til að vera sýnilegur í starfi. Þeir höfðu hins vegar allir lent í einhvers konar átökum við nemendur sína um kynhneigð sína, þar sem nemendur reyndu að koma einkalífi kennara síns á dagskrá með forvitnilegum spurningum um hjúskaparstöðu sem kennararnir kusu allir að svara ekki vegna þess að þeir treystu ekki skólaumhverfinu fyrir sjálfum sér. Ein aðalástæðan var foreldrasamfélagið, áhyggjur viðmælenda af því hvernig foreldrar kynnu að bregðast við slíkum tíðindum.

Sara Dögg Jónsdóttir í fyrirlestri á ráðstefnu á Selfossi í apríl 2004.

Leave a Reply