Skip to main content
Fréttir

Samtakapartý 3. október á Batteríinu

By 30. september, 2009No Comments

Dansþyrstir hommar og lesbíur, tvíkynhneigðir og transexúal fólk og vinir þeirra ættu því að taka frá laugardagskvöldið 3. október, því þá munu Samtökin 78 halda svakalega hýrt partí-dansi-dilli-bossa-ball á Batteríinu í Hafnarstrætinu 1-3.

Húsið opnar um 23:59 og til að halda uppi stuðinu og sjá til þess að engum leiðist verður enginn annar en DJ Dramatík* (dj Amman/Ísar Logi). Óvæntir gestir munu síðan koma fram á kvöldinu til að auka enn á gleðina. Staðurinn verður skreyttur upp í topp og allt gert til þess að auka ánægjuna fyrir einbeitt skynfæri…

 

1200 kr. inn. 800 kr. fyrir félagsmenn Samtakanna ´78 við framvísun félagsskírteina. Fögnum því að kertaljósatímabilið er að byrja og styrkjum starfsemi Samtakanna í leiðinni. Samtökin 78

Leave a Reply