Skip to main content
Fréttir

Samtakaskemmtun á Barböru laugardagskvöld 7. nóvember

By 5. nóvember, 2009No Comments

Barbara verður vettvangur skemmtikvölds Samtakanna ´78 n.k. laugardagskvöld. Húsið opnar kl. 22 og verður í sérstökum partýgalla í tilefni kvöldsins. Bjarni töframaður sér um tónlistina auk þess sem óvæntir gestir líta við. Litríkur og ljúffengur drykkur á barnum fylgir hverjum keyptum miða fram til kl. 1. Samtökin minna ennfremur á að meðlimir Samtakanna fá sértilboð á barnum fram til kl. 2 (gegn framvísun félagsskírteina).

Miðaverð er aðeins kr. 500,- fyrir félagsmenn Samtakanna ´78 (gegn framvísun félagsskírteina) en aðrir greiða kr. 1.000,-

Láttu þig ekki vanta á skemmtilegasta kvöld nóvembermánaðar!

Leave a Reply