Skip to main content
FræðslustarfFréttirTilkynning

Samtökin 78 endursemja við Hafnarfjörð

By 14. desember, 2017maí 27th, 2020No Comments

Samtökin '78 og Hafnarfjarðarkaupstaður hafa nú endurnýjað samstarfssamning sinn. Samningurinn felur í sér að starfsfólk sem er að hefja vinnu við grunnskóla bæjarins fá sérstaka fræðslu um hinsegin mál, en áður hafa kennarar grunnskóla bæjarins fengið slíka fræðslu frá Samtökunum og því er aðeins nýtt starfsfólk sem fær fræðslu á þessu skólaári.

Í samningnum er sérstaklega kveðið á um að hafnfirsk ungmenni fái aðgang að ráðgjafarþjónustu Samtakanna sem Hafnarfjarðarkaupstaður greiðir fyrir. Einnig er samið um sérstaka jafningjafræðslu til allra 8. bekkinga í grunnskólum bæjarins og aukinheldur er í samningi fræðsla til starfsfólks leikskóla Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Samtökin '78 eru ákaflega stolt af því að hafa endurnýjað samning við Hafnarfjarðarkaupstað og þakkar sveitarfélaginu innilega fyrir gott samstarf. Við hlökkum til að vinna frekar með hinum hýra Hafnarfirði.

Leave a Reply