Skip to main content
search
Fréttir

SAMVERUSTUND FAS

By 10. mars, 2009No Comments

Næsta samverustund er 11. mars undir yfirskriftinni Skólar og umhverfi samkynhneigðra. Helga K. Bjarnadóttir 22 ára mætir og segir frá upplifun sinni í skóla sem samkynhneigður nemandi. Næsta samverustund er 11. mars undir yfirskriftinni Skólar og umhverfi samkynhneigðra.

Helga K. Bjarnadóttir 22 ára mætir og segir frá upplifun sinni í skóla sem samkynhneigður nemandi.

Fundarstaður: Félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4.h.

Allir aðstandendur samkynhneigðra eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og með því.

Margir foreldrar tala um hve mikilvægt sé að komast í samband við aðra foreldra samkynhneigðra. Að geta tjáð kvíða sinn og áhyggjur, komið hugsunum sínum og tilfinningum í orð og aukið þekkingu sína á samkynhneigð sem er fjölskyldumál. Við erum stolt af börnunum okkar og viljum styðja þau á allan þann hátt sem við getum.

Hvað getur foreldri homma eða lesbíu gert?

  • Leitað eftir stuðningi!
  • Aflað sér þekkingar!
  • Verið sýnileg sem foreldri samkynhneigðs einstaklings!
  • Bætum líf hvers annars,
    með vináttu, þekkingu og þátttöku.

    Leave a Reply