Skip to main content
search
FréttirTilkynning

Sigurgeir nýr kynningar- og viðburðastjóri

By 15. mars, 2021No Comments

Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson hefur verið ráðinn í stöðu kynningar- og viðburðastjóra Samtakanna ’78.

Sigurgeir var metinn hæfastur af 74 umsækjendum og mun hann hefja störf 6. apríl næstkomandi.

Áður hefur Sigurgeir unnið sem móttökuritari Samtakanna ’78.

Við hlökkum til að vinna með Sigurgeiri á nýjum vettvangi og bjóðum hann velkominn til starfa.