Skip to main content
Fréttir

Sjónvarpsþátturinn Öfugmæli

By 29. ágúst, 2015No Comments

Hinsegin sjónvarpsþáttaröðin Öfugmæli er nú aðgengileg á Internetinu og við hvetjum öll til að gefa sér stund til að horfa á þættina. Þættirnir eru á Youtube myndbandaveitunni og má finna hér undir Greinar > Viðtöl og á YouTube.

Öfugmæli er sjónvarpsþáttaröð sem fjallar um hinsegin málefni á forsendum hinsegin fólks. Þáttaröðin er byggð upp á viðtölum við fjölbreyttan hóp hinsegin fólks og viðtölin eru sett fram án spyrils svo að viðmælendurnir sjálfir halda þættinum gangandi á skemmtilegan máta. Hver þáttur fjallar um tiltekið málefni eða þema sem afmarkar umfjöllun hvers þáttar. Þemu þáttanna eru menning, pólitík, markaðssetning, minnihlutar innan minnihluta, klámvæðing og hinsegin barátta og auðvitað sagan okkar.

Umsjónarfólk þáttanna eru þeir Atli Þór Fanndal og Sigurður Júlíus Guðmundsson sem báðir hafa komið víða við í fjölmiðlageiranum sem og ýmis konar hinsegin starfi.

Viðmælendur þeirra koma úr mörgum áttum og má þar nefna sem dæmi Pál Óskar Hjálmtýsson, Hilmar Hildarson Magnúsarson, Auði Magndísi Auðardóttur, Kitty Anderson, Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur, Hörð Torfason, Þorvald Kristinsson og mörg fleiri.

Við mælum eindregið með því að horfa á þessa þætti enda finnst okkur þeir eiga erindi inn á öll heimili landsins.

Leave a Reply