Skip to main content
search
Fréttir

Skref fyrir skref

By 17. júlí, 2005No Comments

Samanlögð áhrif okkar vega þungt í samfélaginu. Af því leiðir að samkynhneigðir einstaklingar verða að gerast sýnilegir til þess að hópurinn hljóti viðurkenningu samfélagsins. Það er og verður okkar hlutskipti í lífinu að klífa hvern vegginn eftir annan í hinum gagnkynhneigða heimi til þess að hljóta þessa viðurkenningu. Gleymum því samt ekki að sumir veggir eru afar lágir, en aðrir hærri. Tökum þetta skref fyrir skref og gerumst sýnileg, krefjumst þess að samfélagið sýni okkur og þeim börnum sem við erum að ala upp viðurkenningu. Við eigum það skilið sem manneskjur.

Sara Dögg Jónsdóttir á vefsíðu Samtakanna ´78, 2002.

Leave a Reply