Skip to main content
search
Fréttir

Skriðsundsnámskeið Styrmis

By 23. september, 2009No Comments

Nú hefur verið ákveðið að blása til skriðsundsnámskeiðs á vegum Sunddeildar Styrmis.  Það eru ALLIR velkomnir á þetta námskeið án tillits til kyns, kynhneigðar, aldurs, getu eða nokkurs annars sem fólk gæti mögulega dregið í dilka vegna.

Skriðsund er skemmtilegt sund að synda og er hraðasta sundaðferðin. 
Það er því kjörið að ná góðum tökum á skriðsundinu til að hafa enn meira gaman af því að synda.

Námskeiðið miðast bæði við að kenna skriðsund frá grunni sem og aðstoða þá sem vilja bæta tæknina í skriðsundinu. Einvala lið leiðbeinenda verður í lauginni og lofum við frábærum árangri á námskeiðinu.

Kennslustundir eru tíu alls og í 45 mín í senn og kennt verður mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19:15 til 20:00

Fyrsti tíminn er mánudaginn 5. október n.k. í Laugardalslaug.

Kostnaður við námskeiðið er 5.000 og innifalið í því er 10 miða kort í sund og kennslan.

Skráning á námskeiðið er á  styrmir.sunddeild@gmail.com.

Leave a Reply