Skip to main content
Fréttir

Hinsegin Óperetta – ?Gestur – Síðasta máltíðin? frumsýnd í Iðnó

By 20. september, 2005No Comments

Tilkynningar Söngfarsinn ?Gestur ? Síðasta máltíðin? er ný íslensk hinsegin óperetta/leikverk með söngvum. Verkið fjallar um þá Lauga og Óliver sem eru samkynhneigð hjón í Grafarholtinu og nýja nágrannann þeirra, atvinnuflugmanninn og sjarmatröllið Gest. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir una nokkuð glaðir við sitt þar til gesturinn Gestur setur líf þeirra úr skorðum. Smávægilegur misskilningur kallar fram afbrýði og hefndarhug sem kemur af stað bráðfyndinni atburðarrás með óvæntum endi.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt verk af þessu tagi er frumsýnt hérlendis og því stórmerkilegur viðburður í íslensku menningarlífi. Tónlistin er vönduð og áheyrileg og spannar fjölmargar stílgerðir vestrænnar tónlistar; eina stundina er hún létt og fjörug í ætt við Mozart og aðra hádramatísk og rómantísk. En alltaf er léttur undirtónn. Leiktextinn er farsakenndur og meinfyndinn, og hann ásamt tónlistinni myndar þetta stórskemmtilega verk.

Verkið verður frumsýnt í Iðnó um miðjan október næstkomandi.

Aðstandendur sýningarinnar:
Þröstur Guðbjartsson leikstjóri
Gautur G. Gunnlaugsson höfundur/hlutverk Lauga
Gunnar Kristmannsson höfundur/hlutverk Ólivers
Hrólfur Sæmundsson hlutverk Gests
Raúl Jiménez píanó

Félögum í Samtökunum ´78 með gilt félagsskírtein býðst afsláttur á þessa hisegin sýningu.

Verkið verður frumsýnt í Iðnó þann 22. október næstkomandi.

-Óperufélagið Mossini.

Leave a Reply