Skip to main content
search
Fréttir

Nike styður réttindabaráttu samkynhneigðra

By 23. júní, 2005No Comments

Frettir Bandaríska stórfyrirtækið, Nike, sem þekktast er fyrir framleiðslu á íþróttaskóm, hefur lýst yfir stuðningi við lagafrumvarp sem heimilar samkynhneigðum pörum að skrá sig í staðfesta samvist.  Frumvarpið verður tekið fyrir á ríkisþingi Oregon-fylkis í Bandaríkjunum í vikunni, en höfuðstöðvar Nike eru staðsettar þar.  Tölvurisinn Microsoft og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa áður lýst yfir stuðningi við réttindabaráttu samkynhneigðra.  Í bréfi sem stjórnendur Nike sendu leiðtogum ríkisþingsins segir að með því að samþykkja lögin sé komið í veg fyrir mismunun á grundvelli kynhneigðar, og að Oregon yrði þriðja fylki Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir slíka mismunun.  Vermont og Connecticut-fylki hafa nú þegar leitt í lög staðfesta samvist samkynhneigðra para.

   Með staðfestri samvist njóta samkynhneigð pör sömu réttarstöðu og gift hjón.  Massachusetts fylki hefur eitt fylkja Bandaríkjanna heimilað samkynhneigðum að giftast lögformlega, en sú samþykkt gekk í gegn á síðasta ári.

Af ruv.is

Leave a Reply