Skip to main content
search
Fréttir

STRÁKARNIR MEÐ STRÍPURNAR

By 13. desember, 2007No Comments

Fyrir skömmu var sagt frá því hér á vefsíðunni að út væri komin ný íslensk bók sem fjallar um veruleika samkynhneigðra unglinga, bókin Kossar og Ólívur eftir Jónínu Leósdóttur. Heyrst hefur að unglingabókin Strákarnir með strípurnar sem einnig er nýútkomin taki einnig á þessu málefni…

Fyrir skömmu var sagt frá því hér á vefsíðunni að út væri komin ný íslensk bók sem fjallar um veruleika samkynhneigðra unglinga, bókin Kossar og Ólívur eftir Jónínu Leósdóttur. Heyrst hefur að unglingabókin Strákarnir með strípurnar sem einnig er nýútkomin taki einnig á þessu málefni…

Strákarnir með strípurnar er fyrsta skáldsaga þeirra mæðgna Ingibjargar og Lovísu Rósar. Áður hefur Ingibjörg skrifað leikverk sem sett var upp í
Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2005. Einnig hefur hún leikið í kvikmyndum, sjónvarpi og á sviði.

Gabríel er í 10. bekk og erósköp venjulegur unglingur sem á marga vini og vinkonur. Á einu augabragði umturnast líf hans. Raðir undarlegra tilviljana og dularfullra atburða fóru að eiga sér stað eftir eina saklausa en misheppnaða bíóferð með Stellu, sem er ein af stelpunum í bekknum. Gabríel reynir að komast að hinu sanna án þess að vekja á því sérstaka athygli, hann heldur meira að segja Tedda besta vini sínum utan við málin lengi vel. Hann vonar svo sannarlega að grunsemdir sínar um að liðna atburði séu ekki að koma aftan að honum núna, hlutir sem enginn veit um nema hann…

Bókin fjallar um ýmis mál sem snúa að unglingum í dag, þar á meðal anorexíu, samkynhneigð, unglingapartý, mismunandi fjölskylduaðstæður og margt fleira. 

Leave a Reply