Skip to main content
search
Fréttir

RÆÐUNÁMSKEIÐ!

By 31. janúar, 2007No Comments

Viltu læra að koma fram og halda erindi?

Samtökin ´78 bjóða félögum sínum og öðrum áhugsömum upp á námskeið í framkomu og ræðumennsku! Kennt verður í fjögur skipti, einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum frá kl. 20-22. Kennari er Svanfríður Lárusdóttir leiðbeinandi hjá J.C. Ísland.

Hér er boðið upp á námskeið þar sem farið er yfir grundvallaratriði ræðumennsku. Námskeiðið byggist upp á æfingum í framkomu, framsögn og uppbyggingu á ræðum. Teknar eru fyrir nokkrar mismunandi aðferðir við framsögu eftir ólíkum tilefnum.

Athugið að takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið (8-12 manns). Ef næg þáttaka fæst verða haldin fleiri námskeið.

Fyrsta námskeið mun hefjast miðvikudagkvöldið 21. febrúar kl. 20, en næstu kvöld eru 28. febrúar, 7. mars og 14. mars.

Námskeiðsgjald er aðeins 4.000 kr. fyrir félagsfólk, en 6.000 kr. fyrir aðra. Tekið er við skráningum á netfanginu skrifstofa@samtokin78.is eða í síma 552 7878 alla virka daga frá kl. 13-17.

-Samtökin ´78

Leave a Reply