Skip to main content
Fréttir

Undirbúningur Hinsegin daga – Göngufundur

By 29. júlí, 2002No Comments

Tilkynningar Göngufundir verða fimmtudagana 25. júlí, 1. ágúst og 8. ágúst. Sett hefur verið upp gönguplan og forsvarsmenn allra gönguatriða þurfa að koma og skrá sig, láta vita hvað þeir verða með og hvað þeir þurfa, vagna, hljóðgræjur, músík og slíkt. Ítrekið líka við alla sem þið þekkið að koma og láta skrá sig sem sölumenn, fánabera og blöðrublásara. Við seljum fána, flautur og boli og þurfum 20-30 drífandi og duglega sölumenn. Fánabera þarf til að bera regnbogafána, borða og stóra fánann. Blöðrusnákinn þarf að blása upp snemma að morgni laugardags og til þess þarf hóp manna.

Leave a Reply