Skip to main content
search
Fréttir

Samkynhneigðir gera það gott á Olympíuleikunum

By 24. ágúst, 2004No Comments

Frettir Samkvæmt heimildum hins samkynhneigða vefrits washingtonblade.com eru aðeins sex yfirlýstir samkynhneigðir keppendur á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þetta þykir ýmsum heldur lítið enda taka yfir tíu þúsund íþróttamenn þátt í leikunum. Hafi washintonblade.com rétt fyrir sér um fjöldann þá má hins vegar ljóst vera að hinir samkynhneigðu standa sig ákaflega vel, enda hafa fimm þeirra nú þegar unnið til verðlauna. Ekki er vitað til þess nokkur transgener einstaklingur taki þátt, en nýjar reglur Alþjóða Ólympíusambandsins gera þeim í fyrsta skipti kleypt að taka þátt í Olympíuleikum.

Frægasti samkynhneigði þátttakandinn á þessum leikum er án nokkurs vafa tennisstjarnan Martina Navratilova. Á löngum og glæsilegum ferli hefur hún unnið nánast allt sem í boði er í tennisheiminum, og það oftar en allir aðrir. Aðeins ólympíuverðlaun vantar í safnið. Navratilovu varð hins vegar ekki að ósk sinni í Aþenu, en hún ásamt stöllu sinni Lisu Raymond féll úr leik í átta liða úrslitum tvíliðakeppninnar gegn þeim Shinobu Asagoe og Ai Sugiyama frá Japan. Þótt metnaður hennar hafi eflaust staðið til þess að vinna gullverðlaun þá telst það varla slæmur árangur hjá 47 ára gamalli íþróttastjörnu að komast í fjórðungs úrslit á jafn sterku móti.

Öðrum samkynhneigðum keppendum, það er þeim sem gangast opinberlega við kynhneigð sinni, hefur hins vegar gengið betur. Tennisleikarinn Amelie Mauresmo frá Frakklandi vann til silfurverðlauna í einliðaleik kvenna í tennis, Judith Arndt frá Þýskalandi vann silfurverðlaun í hjólreiðum, knaparnir Robert Dover og Guenter Seidel frá Bandaríkjunum unnu bronsverðlaun í liðakeppni í hestagangssýningu (equestrian team dressage competition) og loks vann Johann Kenkhuis, hin geðþekki hellenski sundmaður, til silvurverðlauna með liði sínu í fjórum sinnum eitthundrað metra skriðsundi.

Ekki fer sögum af transgender keppendum á þessum leikum en fyrir leikanna var fólki sem gengist hefur undir kynskiptiaðgerð í fyrsta sinn gefinn kostur á að taka þátt. Skilyrðin sem Alþjóða Olympíusambandið setur er að viðkomandi hafi gengið í gegnum alla aðgerðina og lokið tveggja ára hormónameðferð. Auk þess verða þeir að njóta fullrar lagalegrar viðurkenningar á sínu nýja kyni í heimalandinu.

-HTS

Leave a Reply