Skip to main content
search
Fréttir

FSS: – GayDay í Samtökunum ´78

By 21. september, 2004No Comments

Tilkynningar Þá er komið að öðrum GayDay vetrarins. Verður hann fimmtudaginn 23. september kl. 20:00 . Að þessu sinni verðum við í Samtökunum ?78, Laugavegi 3, 4 hæð. Þar verður kynning á FSS, starfi vetrarins og fólkinu sem situr við stjórnvölinn í vetur. Auk þess mun Landsbankinn líta í heimsókn enda aðalstyrktaraðilar okkar. Betty Croccer mætir á staðinn og mun eflaust renna ljúft niður í gesti.

Á dögunum ákvað félagsdeildin að breyta til og prófa í vetur að færa GayDay á fimmtudaga til að reyna að koma á móts við þá sem nenna ekki út úr húsi á miðvikudögum. Það er von okkar að þessi tími henti fleirum og að nú muni fólk rífa sig upp úr letinni og fjölmenna á viðburði FSS og á GayDay í vetur.

Sjáumst!

Félagsdeild FSS

Leave a Reply