Skip to main content
search
Fréttir

SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA ÁLYKTAR UM STÖÐU TRANSGENDER FÓLKS Á ÍSLANDI

By 5. ágúst, 2008No Comments

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar þeirri umræðu sem loksins hefur verið tekin upp í fjölmiðlum um erfiðar aðstæður transgender fólks. Augljóst er að auka þarf fræðslu í skólakerfinu sem og almennt í samfélaginu um stöðu þessa minnihlutahóps enda er fáfræði ein helsta uppspretta fordóma.

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar þeirri umræðu sem loksins
hefur verið tekin upp í fjölmiðlum um erfiðar aðstæður transgender fólks.
Augljóst er að auka þarf fræðslu í skólakerfinu sem og almennt í
samfélaginu um stöðu þessa minnihlutahóps enda er fáfræði ein helsta
uppspretta fordóma.

Til þessa hefur réttarleg- og félagsleg staða transgender fólks á Íslandi
verið mjög veik og óljós. Þeir einstaklingar sem lifa vilja í nýju
kynhlutverki þurfa að búa við margskonar sálrænt og líkamlegt álag og á
barátta við kerfið ekki að vera til þess að auka á það. Það er því krafa
SUF að stjórnkerfið búi við það svigrúm að transgender fólki sé gert
kleyft að breyta kyni sínu án þess að fara þurfi krókaleiðir í leið að því
markmiði.

Engin löggjöf er í gildi sem tekur til fólks sem vill skipta um kyn eða
lifa í öðru kyni en það fæddist í. SUF hefur áður ályktað um réttindi
þessara einstaklinga og fer fram á að íslensk stjórnvöld samþykki
heildstæða löggjöf um þeirra réttindi eins og þekkist víða í Evrópu. Slík
löggjöf myndi vonandi ryðja úr vegi hindrunum sem standa í vegi fyrir
lagalegri viðurkenningu og læknisfræðilegri meðferð.

Leave a Reply