Skip to main content
search
Fréttir

ANSO – Stúdentar út úr skápnum á öllum Norðurlöndunum!

By 7. desember, 2004No Comments

Frettir Þann 21. nóvember síðast liðinn voru stofnuð ný samtök norrænna STK stúdentafélaga. Stofnfundurinn var haldinn í Danmörku en þess má geta að félagið mun hafa aðsetur sitt og varnarþing í Færeyjum. Nefnist félagið ANSO sem stendur fyrir the Association of Nordic LGBT Student Organizations.

Fyrsti forseti ANSO er Ásta Ósk Hlöðversdóttir formaður FSS en félagið hefur allt frá stofnun árið 1999 tekið virkan þátt í alþjóðastarfi. Að sögn Ástu kviknaði hugmyndin einmitt vegna þeirrar sérstöðu sem Norðurlöndin hafa í slíku samstarfi: ?Norðurlöndin eru komin mun lengra í sinni réttindabaráttu en til dæmis lönd í Austur- og Suður Evrópu. Í evrópsku samstarfi vill öll orkan fara í að ræða mál sem ekki eiga lengur svo mjög við á Norðurlöndum. Þau málefni sem brenna á ungu norrænu LGBT fólki verða því gjarnan útundan þegar miklu alvarlegri vandamál hinna landanna eru rædd. Auk þess eigum við Norðurlandabúar margt annað sameiginlegt, einhverja samnorræna vitund sem erfitt er að útskýra hvað nákvæmlega er, en maður finnur fljótt? segir Ásta Ósk. Ástæðan fyrir því að Færeyjar urðu fyrir valinu sem aðsetur félagsins er að sögn Ástu sú að þar er réttindabaráttan skemmst á veg komin og því mest þörf fyrir þann sýnileika sem svona félag getur skapað.

ANSO mun einkum beita sér í málum sem snerta stúdenta sérstaklega og vera jákvæð fyrirmynd þeirra sem eru í námi. Einnig mun félagið vekja athygli á réttindamálum í víðara samhengi til dæmis í tengslum við fundi Norðurlandaráðs og fleira. Annað mikilvægt hlutverk félagins er að styrkja aðildarfélögin á allan hátt. Efirfarandi félög eru stofnfélög ANSO:

BLUS – bøsse/lesbiske studerende frá Kaupmannahöfn, Danmörku
Friðarbogin frá Færeyjum
FSS ? Félag STK stúdenta á Íslandi
HG – Homoglobiini R.Y frá Turku, Finnlandi
SFG – Sveriges Förenade Gaystudenter frá Svíþjóð
UgleZ frá Bergen, Noregi.

Stefnt er að því að fjölga verulega í þessum góða hópi. Stjórn ANSO mun funda næst í febrúar í Færeyjum. Netfang félagsins er anso@email.fo

-HTS

Leave a Reply