Skip to main content
Fréttir

HINSEGIN DAGAR HEFJAST Á HÁDEGI FIMMTUDAGINN 9. ÁGÚST

By 8. ágúst, 2007No Comments

Hinsegin dagar hefjast á hádegi fimmtudaginn 9. ágúst með opnun Klúbbs Hinsegin daga á Q-bar, þar sem stemmingin á Stonewall verður endurvakin. Páll Óskar mun syngja nokkur lög úr söngbók Judy Garland.

Hinsegin dagar hefjast á hádegi fimmtudaginn 9. ágúst með opnun Klúbbs Hinsegin daga á Q-bar, þar sem stemmingin á Stonewall verður endurvakin. Páll Óskar mun syngja nokkur lög úr söngbók Judy Garland.

Eins og flestir vita hófst alþjóðleg barátta samkynhneigðra með uppþotunum á Stonewall hinn 27. júní 1967, eða fyrir 40 árum. Hinsegin hátíðir eða Gay Pride eiga rætur sínar í þessum uppþotum, en á þessum degi var verið að jarðsyngja söng- og leikkonuna Judy Garland.

Þess vegna þótti samstarfsnefnd Hinsegin daga sjálfsagt að reyna að endurvekja stemminguna á þessum elsta starfandi bar samkynhneigðra í Reykjabík með því að koma saman á Q-bar í hádeginu og heiðra Judy.

Q-bar býður upp á sérstakan pride-matseðil og VIP korthafar njóta sérstakra kjara alla helgina í klúbbnum, fá 10% afslátt af öllum mat og drykk.

Að kvöldi fimmtudags verða svo haldnir stórskemmtilegir tónleikar með Diddu og hljómsveitinni Mina rakastan sinua Elvis og Söru Greenwood og hljómsveit hennar GSX á Dómó, en þeir hefjast stundvíslega klukkan 20:30. Miðar seldir við innganginn en VIP kort gilda. Að loknum tónleikunum á Dómó, þeytir Q-boy skífum og syngur nokkur lög á Q-bar. Rotweiler hundarnir munu hita upp fyrir hann.

Fylgist með hér á síðunni og á heimasíðu Hinsegin daga www.gaypride.is

 

 

Leave a Reply