Skip to main content
Fréttir

FUNDUR HJÁ NORÐURLANDSDEILD FAS

By 8. apríl, 2008No Comments

Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, heldur aprílfund sinn á nýjum stað og nýjum fundardegi.

 

Fundurinn verður í Oddeyrarskóla (gengið inn að norðan) miðvikudagskvöldið 9. apríl og hefst klukkan 20.00.

 

FAS er vettvangur foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og tvíkynhneigðra og hefur starfað á Akureyri nokkur undanfarin ár. Allir aðstandendur samkynhneigðra og tvíkynhneigðra eru hvattir til að koma á fundi samtakanna, en þar er skipst á upplýsingum og fræðslu á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig að stuðningur af reynslu annarra hefur orðið til að auka skilning og hjálpa aðstandendum til að vera skjólstæðingum sínum betri bakhjallur en ella.

 

Norðurlandsdeild FAS er í samstarfi við FAS á höfuðborgarsvæðinu og í tengslum við Samtökin ´78 og Norðurlandshóp þeirra, S78N. Í Norðurlandshópnum eru nú allmargir ungir einstaklingar, en þeir hafa haldið uppi góðu starfi í vetur og haft aðstöðu í Barnaskólanum (Rósenborg).

 

Fundur FAS verður sem sagt á miðvikudag og stefnt er að því að hafa einn fund í mánuði fram á vor.

 

-Norðurlandsdeild FAS

 

 


 

Leave a Reply